Aftur valinn þjálfari ársins

Israel Martin, þjálfari Bakken Bears, var kjörinn besti þjálfari dönsku ...
Israel Martin, þjálfari Bakken Bears, var kjörinn besti þjálfari dönsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik karla í dag. Ljósmynd / Eva Björk Ægisdóttir

Spænski þjálfarinn Israel Martin sem þjálfaði Tindastól sem laut í lægra haldi fyrir KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfuknattleik á síðustu leiktíð var í dag valinn besti þjálfari dönsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik karla, en hann þjálfar Bakken Bears.

Þetta er annað árið í röð sem Israel Martin er valinn þjálfari ársins, en hann hlaut sömu nafnbót sem þjálfari Tindastóls síðastliðið vor. 

Bakken Bears varð bikarmeistari í ár, liðið lenti í öðru sæti deildarkeppninnar og leikur þessa dagana í úrslitaeinvígi deildarinnar þar sem liðið er 2:1 undir í rimmu sinni við Forum Horsens.

mbl.is