Sælutilfinning sem erfitt er að lýsa

Stuðningsmenn KR fagna titlinum í kvöld.
Stuðningsmenn KR fagna titlinum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er frábært að kveðja með Íslandsmeistaratitli. Maður vill alltaf vinna allt sem er í boði en það er sérstaklega sætt að verða Íslandsmeistari í síðasta leiknum mínum,“ sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, í samtali við mbl.is eftir að hann spilaði sinn síðasta leik á glæsilegum ferli sínum þegar KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð með 84:70 sigri sínum gegn Haukum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

„Það var geðveik tilfinning að labba út af í síðasta skipti fyrir framan þessa geggjuðu áhorfendur. Ég fékk gæsahúð um allan líkamann og sælutilfinningu sem erfitt er að lýsa,“ sagði Helgi Már um kveðjustundina.

„Það verður svakalega erfitt að kveðja þessa frábæru liðsfélaga og alla í kringum liðið. Við tökum núna næstu vikuna í að fagna þessu og þá verð ég líklega kominn með meira en nóg af þeim,“ sagði Helgi Már léttur í lundu.

Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, kvaddi með Íslandsmeistaratitli í kvöld.
Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, kvaddi með Íslandsmeistaratitli í kvöld. mbl.is / Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert