Björn yfirgefur KR fyrir Njarðvík

Björn Kristjánsson í leik með KR gegn Njarðvík. Hann mun …
Björn Kristjánsson í leik með KR gegn Njarðvík. Hann mun nú klæðast grænu. mbl.is/Golli

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur staðfesti í dag að liðið hefði samið við Björn Kristjánsson um að leika með liðinu á næsta tímabili, en hann kemur til þeirra frá Íslandsmeisturum KR.

Þrátt fyrir ungan aldur er Björn hlaðinn reynslu og kemur úr stórkostlegur meistaraliði KR síðustu ára. Þetta er vissulega ánægjulegt fyrir okkur þar sem að Björn er yfirvegaður leikstjórnandi og getur líka farið í skotbakvörðinn. Við erum ekki bara að hugsa til næsta tímabils heldur hugsum við þetta til framtíðar og ætlum okkur stóra hluti,” sagði Gunnar Örlygsson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við karfan.is í dag.

Björn, sem er 23 ára gamall, mun því spila með Oddi bróður sínum hjá Njarðvík á næsta tímabili. Það hefur því verið nóg um að vera í Njarðvík, en liðið staðfesti í gær að Stefan Bonneau og Haukur Helgi Pálsson hefðu jafnframt skrifað undir nýja samninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert