Darrell Flake í Borgarnes

Darrell Flake í leik með Tindastóli.
Darrell Flake í leik með Tindastóli. mbl.is/Styrmir Kári

Körfuknattleiksmaðurinn reyndi Darrell Flake er genginn til liðs við Skallagrím úr Borgarnesi, nýliðana í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, og er því kominn þangað í þriðja skipti á sínum ferli.

Darrell, sem er 36 ára miðherji með íslenskan ríkisborgararétt, lék áður með Skallagrími 2006 til 2008 og 2010 til 2012. Hann hefur leikið með Tindastóli undanfarin tvö ár og á síðasta tímabili skoraði hann 9,2 stig og tók 4,5 fráköst að meðaltali í leik í úrvalsdeildinni. Þá hefur Darrell spilað með Breiðabliki, Grindavík og Þór í Þorlákshöfn.

mbl.is