„Það snýst allt um þetta á heimilinu“

Systurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir í hörðum ...
Systurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir í hörðum slag gegn Stjörnunni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Þetta er flott byrjun. Við erum auðvitað nýtt lið í deildinni, þó að flestir leikmenn hafi spilað í deildinni áður, en förum ágætlega af stað,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, landsliðskona í körfubolta og leikmaður Skallagríms.

Nýliðarnir hafa unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum í Dominos-deildinni á þessu fyrsta tímabili Skallagríms í efstu deild í 40 ár. Í síðustu umferð vann liðið stórsigur á Njarðvík þar sem Sigrún hélt hinni mögnuðu Carmen Tyson-Thomas í 13 stigum, og þar áður vann liðið sigur á Haukum þar sem Sigrún skoraði 16 stig.

Sjá viðtal við Sigrúnu Sjöfn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.