Curry í ham (myndskeið)

Kevin Durant og Stephen Curry
Kevin Durant og Stephen Curry AFP

Stephen Curry setti niður ellefu þrista í þremur leikhlutum fyrir Golden State í nótt og í meðfylgjandi myndskeiði setur hann varnarmann Charlotte á rassinn. 

Marvin Williams reynir að elta Curry en á litla möguleika og missir jafnvægið þegar Curry tekur eldsnögga hliðarhreyfingu. Í kjölfarið kom að sjálfsögðu þriggja stiga karfa. 

Ellefu þristar hjá Curry

mbl.is