Snæfell fallið úr efstu deild

Matthías Orri Sigurðarson skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld.
Matthías Orri Sigurðarson skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍR og Tindastóll fóru illa með andstæðinga sína í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar komu í heimsókn til ÍR-inga í Breiðholtinu en Seljaskóli hefur verið mikið vígi fyrir Breiðhyltinga sem unnu öruggan 91:69 sigur. Tindastóll felldi Snæfellinga svo með stórsigri í Stykkishólmi, 104:59.

ÍR-ingar voru betra liðið frá upphafi gegn Haukum og var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Tindastóll átti síðan ekki í nokkrum vandræðum með Snæfell sem var á botni deildarinnar án stiga fyrir leikinn í dag. 

Það hefur verið ljóst frá byrjun leiktíðar að Snæfell á lítið erindi í deild þerra bestu á þessari leikhíð og leikmenn liðsins hlakka þess eflaust að fá að spila í 1. deildinni á næstu leiktíð. 

ÍR - Haukar 91:69
Snæfell - Tindastóll 59:104

Endurhlaða þarf síðuna svo lýsingin hér að neðan uppfærist. 

40. Leikjunum er lokið. ÍR og Tindastóll sýna styrk sinn og klára sína leiki ansi sannfærandi. 

30. Þriðja leikhluta er lokið. Góður þriðji leikhluti hjá ÍR og virðist Breiðholtið ætla að haldast sem vígi. Munurinn er allt í einu orðinn 16 stig. 

Tindastóll er síðan að valta yfir Snæfellinga. 

20. Hálfleikur. Haukar eru búnir að minnka muninn í fjögur stig í Breiðholtinu. Hjámar Stefánsson er með 13 stig hjá Haukum og Matthías Orri Sigurðarson 11 fyrir ÍR. 

Tindastóll er svo að stinga botnlið Sæfells af og er munurinn kominn upp í 17 stig. Andrée Michaelsson er með tíu stig fyrir Snæfell og Antonio Hester 30 fyrir Tindastól. 

10. leikhluta lokið. ÍR fer mjög vel af stað í Breiðholtinu. Heimavöllurinn hjá þeim virðist ætla að halda áfram að vera mikið vígi. 

Staðan er hins vegar jafnari í Stykkihólmi en flestir bjuggust við og munar ekki nema tveim stigum á Snæfellingum og Tindastól. 

1. Leikirnir eru komnir af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert