Karfan verður að ruslatunnu

Logi Gunnarsson má segja að hafi verið einn af þeim ráðandi þáttum sem skilaði Njarðvíkingum einn sinn mikilvægasta sigur í langan tíma í kvöld þegar þeir sigruðu ÍR 79:72 í Dominos-deild karla í körfubolta. 

Logi setti af stað skotsýningu í þriðja leikhluta og fylgdi því eftir út allan leikinn með góðum leik. Þetta má segja að hafi verið jafn smitandi og verstu tilfelli hlaupabólunar því aðrir leikmenn liðsins fylgdu liði í kjölfarið og sigri var landað.  Logi sagðist illa geta lýst því hvað fer í gang en ákveðið sjálfstraust byggist upp hjá leikmanninum og að karfan í raun lítur út eins og ruslatunna.

Logi Gunnarsson og félagar mæta Haukum í Dominos-deildinni í kvöld.
Logi Gunnarsson og félagar mæta Haukum í Dominos-deildinni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert