Snæfell er deildarmeistari

Systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur eru deildarmeistarar með Snæfelli.
Systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur eru deildarmeistarar með Snæfelli. mbl.is/Golli

Snæfell tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna með því að sigra Grindavík á útivelli í næstsíðustu umferð Dominos-deildar kvenna, 77:65.

Snæfell er með 44 stig og Keflavík 42 fyrir lokaumferðina, þar sem liðin mætast, en þar sem Snæfell hefur þegar unnið allar þrjár viðureignir liðanna í vetur er titillinn í höfn hjá Hólmurum ásamt heimaleikjaforskotinu út úrslitakeppnina.

Aaryn Ellerberg skoraði 32 stig fyrir Snæfell og Berglind Gunnarsdóttir 26 en Angela Rodriguez skoraði 17 stig fyrir fallna Grindvíkinga.

Keflavík vann Val auðveldlega, 99:75, og endar í öðru sætinu. Birna Valgerður Benónísdóttir skoraði 17 stig fyrir Keflavík og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 26 fyrir Val.

Skallagrímur vann Njarðvík, 69:56, og er með 38 stig í þriðja sætinu. Ljóst er að Keflavík og Skallagrímur mætast í undanúrslitunum og Snæfell mætir Stjörnunni. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 29 stig fyrir Skallagrím í leiknum.

Grindavík - Snæfell 65:77

Mustad höllin, Úrvalsdeild kvenna, 18. mars 2017.

Gangur leiksins:: 6:2, 15:4, 19:9, 22:19, 24:20, 27:26, 27:32, 37:40, 39:48, 42:53, 44:53, 51:57, 57:60, 60:66, 62:70, 65:77.

Grindavík: Angela Marie Rodriguez 17/6 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 14/12 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 10, Íris Sverrisdóttir 9/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6/8 fráköst, Hrund Skúladóttir 3.

Fráköst: 32 í vörn, 5 í sókn.

Snæfell: Aaryn Ellenberg 32/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 26/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 5/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, María Björnsdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 6 í sókn.

Keflavík - Valur 99:75

TM höllin, Úrvalsdeild kvenna, 18. mars 2017.

Gangur leiksins:: 6:4, 10:8, 17:12, 21:19, 27:22, 30:24, 41:30, 43:40, 46:44, 53:46, 59:52, 70:52, 81:54, 86:62, 91:69, 99:75.

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 17/10 fráköst, Ariana Moorer 16/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12, Þóranna Kika Hodge-Carr 11/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Elsa Albertsdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 26, Mia Loyd 21/9 fráköst/9 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 4/6 fráköst/6 stolnir, Nína Jenný Kristjánsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1.

Fráköst: 19 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Þorkell Már Einarsson.

Áhorfendur: 150

Skallagrímur - Njarðvík 69:56

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 18. mars 2017.

Gangur leiksins:: 2:5, 6:9, 11:15, 15:17, 20:19, 26:21, 30:23, 36:30, 38:38, 40:40, 42:41, 49:44, 51:47, 58:50, 61:50, 69:56.

Skallagrímur: Kristrún Sigurjónsdóttir 29/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/4 fráköst, Fanney Lind Thomas 7/6 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 6/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/8 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Njarðvík: Erna Freydís Traustadóttir 15/4 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 12/5 fráköst, María Jónsdóttir 8/5 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 7, Björk Gunnarsdótir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Soffía Rún Skúladóttir 3/5 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 2 í sókn.

Dómarar: Gunnar Thor Andresson, Sigurbaldur Frimannsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert