Hamar náði undirtökunum

Christopher Woods skoraði 16 stig í kvöld.
Christopher Woods skoraði 16 stig í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Hamar vann Fjölni öðru sinni í umspili um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld, 91:86. Hamar er því kominn í 2:1 forystu í einvíginu og nægir sigur á heimavelli á fimmtudag, til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.

Fjölnir hafnaði í 2. sæti deildarinnar með 38 stig, en Hamar var í 5. sæti með 20 stig. Það bjuggust því flestir við þægilegu einvígi fyrir Fjölni, sem hefur aldeilis ekki verið raunin. 

Fjölnismenn byrjuðu betur í kvöld og höfðu 45:38 forystu í hálfleik. Hamar var hins vegar sterkari í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn. 

Collin Pryor var stigahæstur í liði Fjölnis með 22 stig en Erlendur Ágúst Stefánsson skoraði 20 fyrir Hamar. 

Fjölnir - Hamar 86:91

  • Dalhús, 1. deild karla, 20. mars 2017.
  • Gangur leiksins:: 5:6, 13:9, 17:16, 23:20, 32:22, 38:25, 40:34, 45:38, 54:41, 54:51, 56:58, 63:63, 70:70, 75:78, 79:84, 86:91.
  • Fjölnir: Collin Anthony Pryor 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 17, Róbert Sigurðsson 14/6 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 11, Egill Egilsson 10, Bergþór Ægir Ríkharðsson 5, Þorsteinn Gunnlaugsson 4, Elvar Sigurðsson 3.
  • Fráköst: 23 í vörn, 3 í sókn.
  • Hamar : Erlendur Ágúst Stefánsson 20, Hilmar Pétursson 19/4 fráköst, Christopher Woods 16/13 fráköst, Örn Sigurðarson 15/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 7/7 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 6, Smári Hrafnsson 6, Snorri Þorvaldsson 2.
  • Fráköst: 29 í vörn, 5 í sókn.
  • Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson, Hákon Hjartarson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert