Irving og LeBron afgreiddu Lakers

LeBron James og Kyrie Irving voru í góðum gír í ...
LeBron James og Kyrie Irving voru í góðum gír í liði Cleveland. AFP

Meistarar Cleveland Cavaliers með Kyrie Irving og LeBron James í broddi fylkingar báru sigurorð af Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Cleveland vann fimm stiga sigur, 125:120, þar sem Irving skoraði 46 stig og LeBron var með 34 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Damian Lillard fór mikinn í liði Portland sem lagði Miami að velli, 115:104. Lilland skoraði 49 stig og þar af skoraði hann níu þriggja stiga körfur eða jafnmargar og allt lið Miami skoraði. Jusuf Nurkic kom næstur í stigaskorun hjá Portland en hann skoraði 21 stig og tók 12 fráköst.

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var stigahæstur í liði Dallas sem vann Brooklyn Nets, 111:104. Nowitzki er í sjötta sæti yfir stigahæstu leikmenn í NBA-deildinni frá upphafi en hann komst yfir 31 þúsunda stiga múrinn í nótt.

Úrslitin í nótt:

Brooklyn Nets - Dallas 104:111
Philadelphia - Boston 105:99
Detroit - Phoenix 112:95
New Orleans - Minnesota 123:109
Toronto - Indiana 116:91
Miami - Portand 104:115
SA Spurs - Sacramento 118:102
LA Lakers - Cleveand 120:125

mbl.is