Keflavík sendi Tindastól í sumarfrí

Antonio Hester og Amin Stevens í baráttu í leik Tindastóls ...
Antonio Hester og Amin Stevens í baráttu í leik Tindastóls og Keflavíkur. Ljósmynd/Hjalti Árnason

Keflavík er komið í undanúrslit Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 83:73 sigur á Tindastól í fjórða leik liðanna. Keflavík vinnur einvígið 3:1.

Heimamenn Í Keflavík fóru betur af stað og var staðan 23:12 eftir sjö mínútna leik. Stólarnir gáfust hins vegar ekki upp og minnkuðu þeir muninn í 25:23 áður en fyrsta leikhluta var lokið. Munurinn var enn þrjú stig eftir jafnan og spennandi 2. leikhluta, 44:41 og leikurinn galopinn.

Vörn Keflavíkur hrökk vel í gang í 3. leikhluta og skoruðu leikmenn Tindastóls aðeins 13 stig í leikhlutanum og lagði það gruninn að góðum sigri Keflavíkur. Tindastóll komst aldrei nærri Keflavík í 4. leikhluta og var sigurinn að lokum öruggur.

Keflavík mætir Íslands- og bikarmeisturum KR í undanúrslitum. Amin Stevens skoraði 29 stig fyrir Keflavík en Antonio Hester var með 23 fyrir Tindstól.

Keflavík 83:73 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is