Tvö Suðurlandslið í 1. deildina

Hrunamenn/Laugdælir hafa tryggt sér sæti í 1. deild 2017-2018.
Hrunamenn/Laugdælir hafa tryggt sér sæti í 1. deild 2017-2018. Ljósmynd/Hrunamenn-körfubolti á Facebook

Tvö lið af Suðurlandi hafa tryggt sér keppnisrétt í 1. deild karla í körfuknattleik fyrir næsta keppnistímabil en þau unnu undanúrslitaleiki 2. deildarinnar núna í vikunni.

Gnúpverjar sigruðu Leikni úr Reykjavík örugglega, 95:75, í undanúrslitaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans í fyrrakvöld. Uppgangur Gnúpverja hefur verið hraður því þeir unnu 3. deildina á síðasta tímabili og eru því komnir upp um deild annað árið í röð.

Hrunamenn/Laugdælir, sem unnu sautján af átján leikjum sínum í 2. deildinni í vetur, unnu KV úr Reykjavík einnig á sannfærandi hátt, 84:63, í hinum leiknum sem fram fór á Flúðum í gærkvöld.

Hrunamenn/Laugdælir og Gnúpverjar mun mætast í úrslitaleik um meistaratitil 2. deildarinnar á Flúðum næsta fimmtudag, 6. apríl.

Þar með verða nokkrir nágrannaslagir í 1. deildinni á næsta tímabili en FSu frá Selfossi leikur í deildinni, sem og Hamar í Hveragerði, en Hamarsmenn eru reyndar að hefja einvígi við Valsmenn um úrvalsdeildarsæti í kvöld.

Lið Gnúpverja sem vann 3. deildina í fyrra. Nú hefur …
Lið Gnúpverja sem vann 3. deildina í fyrra. Nú hefur það tryggt sér 1. deildarsæti. Ljósmynd/Gnúpverjar - Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert