Matthías Orri framlengir við ÍR

Matthías Orri Sigurðarson í leik gegn Stjörnunni í úrslitakeppninni.
Matthías Orri Sigurðarson í leik gegn Stjörnunni í úrslitakeppninni. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Körfuknattleiksmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍR, en hann var einn allra besti leikmaður liðsins á leiktíðinni. 

Matthías sem er 22 ára, var hann valinn í lið seinni umferðar Dominos-deildarinnar í vetur og var hann með 19,9 stig að meðaltali í leik ásamt því að hann tók 5,4 fráköst og gaf 5,1 stoðsendingu. Enginn í liði ÍR skoraði meira en Matthías að meðaltali í vetur, né gaf fleiri stoðsendingar. 

ÍR hafnaði í 7. sæti deildarinnar og féll úr leik í átta liða úrslitum eftir 3:0 tap gegn Stjörnunni. 

mbl.is