Hannes einn í framboði

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ fyrir miðju.
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ fyrir miðju. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þing Körfuknattleikssambands Íslands verður haldið á laugardaginn en þingið er haldið á tveggja ára fresti.

Á þinginu er kosið um alla stjórnarmenn sem og formann. Hannes Sigurbjörn Jónsson, núverandi formaður KKÍ, er sá eini sem er í framboði og hann verður því sjálfkjörinn í embættið en Hannes hefur gegnt formennsku í KKÍ frá árinu 2006.

mbl.is