Aldrei verið í þessari stöðu áður

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var nokkuð óhress með marga hluti í leik sinna kvenna í kvöld og þá helst til hluti sem hann gat ekki stýrt og vildi alls ekki tala um. Snæfell er 2:0-undir í úrslitaeinvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik eftir 66:61-tap í kvöld.

En Ingi sagði sitt lið eiga fyrir sér verðugt verkefni og eru þær komnar í stöðu sem þær hafa aldrei lent í. Ingi Þór sagði að margt gott hafi komið frá sínu liði í kvöld en að heildin þurfi að spila vel til að taka sigurinn.

mbl.is