Keflavík sigri frá Íslandsmeistaratitli

Bryndís Guðmundsdóttir, Snæfelli, og Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, horfa á …
Bryndís Guðmundsdóttir, Snæfelli, og Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, horfa á eftir boltanum í leik liðanna í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik eftir að hafa lagt Snæfell öðru sinni í úrslitaeinvígi liðanna. Liðin mættust í Keflavík í kvöld og það voru heimakonur sem unnu sex stiga sigur, 67:61.

Ariana Moorer var stigahæst hjá Keflavík með 20 stig en Bryndís Guðmundsdóttir fann sína gömlu fjöl í Keflavík fyrir Snæfell og skoraði 22 stig sem dugðu þó ekki.  

Keflavík vann fyrsta leikinn í Stykkishólmi, 75:69. Snæfell varð deildarmeistari í vetur og Keflavík endaði í öðru sæti en liðin urðu efst og jöfn að stigum í deildinni.

Næsti leikur er á sunnudag í Stykkishólmi þar sem Keflavík getur tryggt sér titilinn.

Keflavík - Snæfell 67:61

TM-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 20. apríl 2017.

Gangur leiksins:: 8:5, 14:5, 14:14, 24:20, 30:23, 34:30, 36:34, 40:36, 44:40, 48:44, 50:47, 53:47, 55:51, 57:55, 59:58, 67:61.

Keflavík: Ariana Moorer 20/15 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/3 varin skot, Þóranna Kika Hodge-Carr 10, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 4.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Snæfell: Bryndís Guðmundsdóttir 22/8 fráköst, Aaryn Ellenberg 20/8 fráköst/9 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 3/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Keflavík 67:61 Snæfell opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert