Tekst meisturunum að jafna metin?

Frá leik Snæfells og Keflavíkur í fyrrakvöld.
Frá leik Snæfells og Keflavíkur í fyrrakvöld. Ljósmynd/Eyþór Benediktsson

Annar úrslitaleikur Keflavíkur og Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik fer fram í Keflavík í kvöld en flautað verður til leiks í TM-höllinni klukkan 19.15.

Það er komin pressa á meistara síðustu þriggja ára því meistarar Snæfells töpuðu fyrsta úrslitaleiknum á heimavelli í fyrrakvöld, 75:69, í hörkuleik þar sem úrslitin réðust á lokamínútu leiksins.

mbl.is