Magnaður sigur Golden State

Draymond Green og Stephen Curry fagna í kvöld.
Draymond Green og Stephen Curry fagna í kvöld. AFP

Golden State Warriors hafði betur gegn San Antonio Spurs á heimavelli, 113:111 í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum í kvöld. Golden State var 25 stigum undir á tímabili í leiknum, en með glæsilegum endaspretti tókst Steph Curry og félögum að snúa leiknum sér í vil.

Staðan í hálfleik var 62:42, San Antonio í vil, en þá tók Curry til sinna mála og skoraði 19 stig í þriðja leikhluta, sem Warriors vann 39:28 en hann skoraði alls 40 stig í leiknum og var stigahæstur. Kevin Durant kom næstur með 34 stig. Hjá San Antonio var LaMarcus Aldridge með 28 stig og Kawhi Leonard 26. 

Annar leikur einvígisins fer fram á fimmtudaginn kemur á heimavelli Golden State Warriors. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert