Golden State kafsigldi Spurs öðru sinni

Stephen Curry fagnar gegn Spurs í nótt.
Stephen Curry fagnar gegn Spurs í nótt. AFP

Golden State Warriors fór hreinlega á kostum í öðrum úrslitaleik Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt. San Antonio Spurs lá þá í valnum öðru sinni, nú 136:100, og er 2:0 yfir í einvíginu.

Spurs saknaði Kwahi Leonard mikið sem var frá vegna meiðsla. Golden State setti tóninn strax í byrjun leiks og stakk af snemma leiks. Eftir það var ekki aftur snúið.

Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 29 stig en hjá Spurs skoraði Jonathon Simmons 22 stig og var annar af tveimur leikmönnum liðsins sem náðu tveggja stafa tölu í stigaskorun. Hjá Golden State skoruðu hins vegar sjö leikmenn tíu stig eða meira.

Sem fyrr segir er Golden State 2:0 yfir í einvíginu en fjóra sigurleiki þarf til þess að komast í lokaúrslit deildarinnar. Spurs hefur aðeins einu sinni komið til baka úr þeirri stöðu og var það árið 2008 gegn New Orleans Hornets.

mbl.is