Spelkan fór af fyrir verðlaunahófið

Martin Hermannsson í leik í Frakklandi.
Martin Hermannsson í leik í Frakklandi. Ljósmynd/David Henrot

Martin Hermannsson tók meiddur á móti verðlaunum sínum sem leikmaður úrvalsliðs frönsku B-deildarinnar í körfubolta, og næstbesti leikmaður deildarinnar, í vikunni.

Martin meiddist í öxl í leik síðasta laugardag og er í kapphlaupi við tímann um að jafna sig áður en úrslitakeppnin hefst næsta föstudag, en þar mætir Charleville liði Nantes í 8 liða úrslitum. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit, en liðin í öðru til níunda sæti keppa um eitt sæti í A-deildinni.

„Ég fékk högg á öxlina en hún fór ekki úr lið eða neitt slíkt. Þetta er líklega létt tognun. Ég er í meðhöndlun á hverjum degi og það er allt reynt svo ég sé klár í fyrsta leik í úrslitakeppninni næsta föstudag. Ég er nokkuð bjartsýnn á að ná þeim leik, og ef ekki honum þá næsta leik,“ segir Martin í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Martin Hermannsson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert