Ægir og félagar upp í deild þeirra bestu

Ægir Þór Steinarsson er kominn upp í efstu deild Spánar.
Ægir Þór Steinarsson er kominn upp í efstu deild Spánar. mbl.is/Árni Sæberg

Ægir Þór Steinarsson og félagar í spænska körfuknattleiksliðinu San Pablo höfðu betur gegn Palencia á útivelli, 86:85 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu í sæti í efstu deild þar í landi. San Pablo vann alla þrjá leiki einvígisins og er komið upp um deild. 

Ægir skoraði tvö stig í leiknum og tók tvö fráköst, á 21 mínútu. Spænska A-deildin er sterkasta deild Evrópu og ljóst er að það eru spennandi tímar fram undan hjá Ægi. 

mbl.is