Thelma Dís áfram í Keflavík

Thelma Dís Ágústsdóttir
Thelma Dís Ágústsdóttir mbl.is/Golli

Thelma Dís Ágústsdóttir, lykilmaður hjá Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur mun spila með liðinu næsta vetur. Talið var að Thelma myndi fara til Bandaríkjanna í skóla, en ekkert varð úr því. Þetta kemur fram á karfan.is í gær. 

Einhverjir skólar settu sig í samband við Thelmu, en taldi það skynsamast að taka eitt ár í viðbót hér heima. Thelma skoraði ellefu stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leik með Keflavík á leiktíðinni. 

mbl.is