Tap gegn sterku liði Tyrkja

Kristinn Pálsson og Þórir Þorbjarnason í leiknum í dag.
Kristinn Pálsson og Þórir Þorbjarnason í leiknum í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri þurfti að játa sig sigrað gegn því tyrkneska í öðrum leik EM í Grikklandi í dag, 82:63. Snjólfur Marel Stefánsson og Tryggvi Snær Hlinason voru stigahæstir í íslenska liðinu með 12 stig. 

Eftir nokkuð jafna byrjun náði tyrkneska liðið forystu í öðrum leikhluta sem það lét aldrei af hendi. Breki Gylfason skoraði tíu stig fyrir Ísland og Þórir Þorbjarnason níu. 

Ísland leikur gegn Svartfjallalandi á morgun. 

mbl.is