Mæta Svíum í 16-liða úrslitunum

Tryggvi Snær Hlina­son í leiknum gegn Svartfellingum í dag.
Tryggvi Snær Hlina­son í leiknum gegn Svartfellingum í dag. Ljósmynd/FIBA

U20 ára landslið karla í körfuknattleik mætir Svíum í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu sem fram fer í Grikklandi.

Ísland vann sigur á Svartfjallalandi í dag, 60:50, eins og fram kom á mbl.is í dag og hafnaði í þriðja sæti í B-riðli mótsins. Ísland mætir Svíum sem höfnuðu í öðru sæti í A-riðlinum og fer leikurinn fram á miðvikudaginn klukkan 11.30.

mbl.is