Finnur hættur með U20 ára landsliðið

Finnur Freyr Stefánsson.
Finnur Freyr Stefánsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Finnur Freyr Stefánsson er hættur þjálfun U20 ára landsliðsins í körfubolta en þetta staðfesti hann á facebooksíðu sinni í dag. Finnur stýrði liðinu til áttunda sætis á Evrópumótinu í Grikklandi í mánuðinum og hefur hann verið við stjórn liðsins undanfarin þrjú ár. 

Það er hins vegar enn nóg að gera hjá Finni. Hann er aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla sem og aðalþjálfari Íslandsmeistara KR. Hér að neðan má sjá langa færslu Finns og kveður hann U20 ára liðið ansi stoltur. 

mbl.is