Góð byrjun Íslands dugði ekki í fyrsta leik

Martin Hermannsson var stigahæstur í dag.
Martin Hermannsson var stigahæstur í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir Þýskalandi, 90:66, í fyrsta leik sínum á alþjóðlegu æfingamóti sem fram fer í Kazan í Rússlandi og er liður í undirbúningi fyrir Eurobasket í haust.

Ísland var yfir eftir fyrsta leikhluta, 20:13, en staðan í hálfleik var 40:38 fyrir Þýskaland. Þjóðverjarnir voru svo sterkari í síðari hálfleiknum og lönduðu að lokum öruggum 24 stiga sigri, 90:66.

Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Íslandi með 12 stig en næstur kom Tryggvi Snær Hlinason með 10 stig. Jón Arnór Stefánsson var ekki með Íslandi í leiknum, en hann hvíldi í dag.

Ísland mætir Ungverjalandi á morgun og loks gestgjöfum Rússa á sunnudag.

mbl.is