Fyrsta tap Íslands staðreynd

Liðsmynd af íslenska liðinu sem leikur í Búlgaríu.
Liðsmynd af íslenska liðinu sem leikur í Búlgaríu. Ljósmynd/kki.is

Hvíta Rússland stöðvaði sigurgöngu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri á Evrópumótinu sem fram fer í Búlgaríu þessa dagana. Tapið varð var afar naumt og sárt, en lokatölur í leiknum urðu 78:77 fyrir Hvít-Rússa eftir kaflaskiptan leik. 

Íslenska liðið hafði haft betur í fyrstu tvo leiki sína í mótinu annars vegar gegn Sviss og hins vegar gegn Rúmeníu.  Ísland mætir Grikklandi í fjórða leik sínum í mótinu á mánudaginn kemur.

Veigar Áki Hlynsson, leikmaður KR, var atkvæðamestur hjá íslenska liðinu í leiknum í dag, en hann skoraði 26 stig, tók fimm fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal þremur boltum á þeim 38 mínútum sem hann spilaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert