Naumur sigur gegn Ungverjum

Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Íslandi með 14 stig.
Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Íslandi með 14 stig. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann 60:56-sigur þegar liðið mætti Ungverjalandi í leik liðanna á æfingamóti sem fram fer í Rússlandi þessa dagana.

Martin Hermannsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 14 stig, en Kristófer Acox og Hlynur Bæringsson komu næstir með 13 stig.

Ísland fékk vænan skell gegn Þýskalandi í fyrsta leik sínum á mótinu í gær, en liðið mætir síðan gestgjöfum mótsins, Rússlandi í lokaleik mótsins á morgun. 

Stig Íslands: Martin Hermannsson 14, Kristófer Acox 13, Hlynur Bæringsson 13, Tryggvi Snær Hlinason 6, Brynjar Þór Björnsson 3, Logi Gunnarsson 3, Sigtryggur Arnar Björnsson 3, Elvar Már Friðriksson 2.

mbl.is