Peterson skrifar undir hjá Val

Lexi Peterson
Lexi Peterson Ljósmynd/Valur

Körfuknattleikskonan Lexi Peterson hefur skrifað undir samning við Val og mun hún leika með liðinu í vetur. Peterson er 24 ára bakverður og spilaði hún með Oregon í háskólaboltanum í Bandaríkjunum ásamt því að hafa leikið með Panonions í A-deild Grikklands. 

Á loka ári hennar í háskólaboltanum var hún með 13,4 stig, 3,5 fráköst, 2,5 stoðsendingar og 1,1 stolna bolta að meðaltali í leik. Hún var með 46% nýtingu í tveggja stiga og 44,7% í þriggja stiga. Í grísku deildinni 2016-2017 var hún með 10,9 stig, 6,3 fráköst, 2,4 stoðsendingar og 49% nýtingu. Hún var einnig valin í úrvalslið deildarinnar.

mbl.is