Ísland vann Noreg og spilar um 13. sæti

Birna Benonýsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu.
Birna Benonýsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri leikur um 13. sætið í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Dublin í Írlandi eftir 59:55 sigur á Noregi í dag.

Birna Benonýsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 19 stig. Dagbjört Karlsdóttir kom næst,en hún skoraði níu stig og Jónína Karlsdóttir kom þar á eftir með átta stig.

Ísland mætir Úkraínu í lokaleik sínum á mótinu á morgun, en sá leikur er um 13. sæti mótsins. 

mbl.is