Andrée Michelsson í Hött

Andrée Fares Michelsson
Andrée Fares Michelsson mbl,is/Eggert Jóhannesson

Andrée Michelsson hefur skrifað undir samning við körfuboltadeild Hattar á Egilsstöðum. Andrée var einn besti maður Snæfells sem féll úr Dominos-deildinni á síðustu leiktíð. Höttur vann 1. deildina á síðustu leiktíð og leikur því í deild þeirra bestu í ár. 

Andrée á íslenska móður og hafði alla tíð búið í Svíþjóð þegar hann gekk í raðir Snæfells fyrir síðasta vetur. Hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í leik með Snæfelli á síðustu leiktíð. 

mbl.is