Landsliðssæti háð því að selja 150 happdrættismiða

Fyrsta landsliðið Hópurinn sem fór til Danmerkur. Aftari röð frá …
Fyrsta landsliðið Hópurinn sem fór til Danmerkur. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Georgsson, form. landsliðsnefndar, Kristinn V. Jóhannsson, ÍS, Ingi Gunnarsson, ÍKF, Bogi Þorsteinsson fararstjóri, Ásgeir Guðmundsson þjálfari, Guðmundur Árnason, KFR, Friðrik Bjarnason, ÍKF, og Ingólfur Örnólfsson flokksstjóri. Fremri röð f.v.: Þórir Arinbjarnarson, ÍS, Ólafur Thorlacius, KFR, Birgir Örn Birgis, Ármanni, Ingi Þorsteinsson, KFR, Guðni Ó. Guðnason, ÍS, Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR og Lárus Lárusson, Ármanni. Jón Eysteinsson, ÍS, var fjarverandi þegar myndin var tekin.

Fyrsti landsleikur Íslands í körfuknattleik var gegn Dönum í Kaupmannahöfn laugardaginn 16. maí árið 1959, tæpum tveimur árum áður en Körfuknattleikssamband Íslands var stofnað, í janúar 1961. Danir sigruðu í leiknum, 41:38, en þetta var 40. landsleikur þeirra.

Körfubolti hafði verið stundaður hérlendis í allnokkur ár og Íslandsmót farið fram árlega síðan 1952. Hugmynd um landsleik kviknaði hjá miklum áhugamönnum um íþróttina þarna um veturinn og úr varð að í apríl 1959 var skipuð sérstök framkvæmdanefnd vegna ferðarinnar, svo og landsliðsnefnd og ráðinn landsliðsþjálfari, Ágúst Guðmundsson, sem þá þjálfaði lið Ármanns. Æft var af kappi í mánuð áður en landsliðið hélt utan 14. maí.

Formleg tilkynning

Leikmannahópurinn var valinn 20. apríl og formlega staðið að málum því leikmönnum var tilkynnt valið bréflega. Allir fengu svohljóðandi bréf, dagsett í Reykjavík 20. apríl 1959:

Á fundi landsliðsnefndar 18/4 '59 hefur þú verið valinn í landslið Íslendinga í körfuknattleik, sem keppir við Dani 16. maí n.k.

Undir bréfið, sem vélritað var á bréfsefni Íþróttasambands Íslands, skrifaði, fyrir hönd landsliðsnefndar, Bogi Þorsteinsson, sem síðar varð fyrsti formaður KKÍ.

Þessi fyrsti landsleikur Íslands fór fram í Otto Mönsted-íþróttahöllinni í Kaupmannahöfn og byrjunarlið Íslands skipuðu Birgir Örn Birgis, Ingi Gunnarsson, Kristinn V. Jóhannsson, Þorsteinn Hallgrímsson og Lárus Lárusson.

Kristinn V. gerði 10 stig í leiknum, Þorsteinn 7, Ólafur Thorlacius 6, Ingi Þorsteinsson 4, Lárus, Þórir Arinbjarnarson og Ingi Gunnarsson 3 hver og Birgir Örn 2.

Greinina í heild sinni má finna í sérblaði sem fylgir Morgunblaðinu í dag um Evrópumótið í körfuknattleik sem hefst á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert