„Getumunurinn sást“

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson kom töluvert við sögu gegn Frökkum í dag á EM í Helsinki og lék í 14 mínútur en hann er á sínu fyrsta stórmóti. 

„Við reyndum að leggja allt í sölurnar og börðumst gríðarlega. Baráttugleðin var mikil í liðinu. Við reyndum að hleypa hraðanum í leiknum upp enda sást það á stigaskorinu,“ sagði Elvar meðal annars við mbl.is en hann skoraði 3 stig, tók 1 frákst og stal boltanum einu sinni. 

„Getumunurinn sást klárlega þegar þeir stigu aðeins á bensíngjöfina. Þessa vegna varð niðurstaðan 35 stiga tap,“ bætti Elvar við en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Elvar Már Friðriksson með boltann í leiknum gegn Frökkum.
Elvar Már Friðriksson með boltann í leiknum gegn Frökkum. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert