Evrópumeistararnir í undanúrslit

Pau Gasol átti mjög fínan leik í dag.
Pau Gasol átti mjög fínan leik í dag. AFP

Evrópumeistarar Spánverja geta enn varið titil sinn eftir 84:72-sigur á Þjóðverjum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á Evrópumótinu í körfubolta sem fram fer í Tyrklandi. 

Bræðurnir Pau og Marc Gasol voru stigahæstir í liði Spánverja. Marc skoraði 28 stig og tók auk þess tíu fráköst á meðan Pau skoraði 19 stig og tók fjögur fráköst. Hjá Þjóðverjum var Dennis Schroder stigahæstur með 27 stig. 

Spánverjar mæta Slóvenum eða Lettum í undanúrslitum næstkomandi fimmtudag. 

mbl.is