Keflavík fær leikmann frá Púertó Ríkó

Kevin Young
Kevin Young Ljósmynd/Twitter

Keflavík hefur gengið frá samningi við körfuboltamanninn Kevin Young en hann kemur frá Púertó Ríkó. Young er 27 ára gamall og 203 cm. Hann lék síðast með Indios de Mayagüez í efstu deild í Púertó Ríkó. Karfan.is greinir frá þessu í kvöld. 

Young á leiki með landsliði Púertó Ríkó og lék með liðinu á Ameríkuleikunum árið 2015. Hann hefur einnig leikið í bandaríska háskólaboltanum, Kanada og Mexíkó. 

mbl.is