Jenkins kominn til KR-inga

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik hafa gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Jalen Jenkins.

Jenkins er 2,01 m hár framherji og er nýútskrifaður úr George Mason háskólanum. Þar lék hann 128 leiki á síðustu fjórum árum, en á síðasta tímabili skilaði hann 12 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Hann er kominn til landsins og spilar sinn fyrsta leik með Íslandsmeisturunum þegar þeir etja kappi við Belfius Mons í 1. umferð Evrópukeppninnar í DHL-höllinni á þriðjudaginn.

mbl.is