Rússar lögðu Grikki í spennandi leik

Georgios Printezis og Andrey Vorontsevich eigast við í dag.
Georgios Printezis og Andrey Vorontsevich eigast við í dag. AFP

Rússland mætir annað hvort Ítalíu eða Serbíu í undanúrslitum á EM í körfubolta eftir 74:69 sigur á Grikklandi í átta liða úrslitum í Tyrklandi í dag. Aleksei Shved skoraði skoraði 26 stig fyrir rússneska liðið. 

Grikkir byrjuðu betur og voru með 24:17 forystu eftir 1. leikhluta og var staðan í hálfleik 37:31, Grikkjum í vil. Rússar voru hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og tryggðu sér góðan sigur eftir spennandi lokamínútur.

Nick Calathes var stigahæstur í liði Grikkja með 25 stig. 

mbl.is