Serbar síðastir í undanúrslit

Serbar fagna sigri í kvöld.
Serbar fagna sigri í kvöld. AFP

Serbía tryggði sér síðasta sætið í undanúrslitum á Evrópumóti karla í körfuknattleik með því að vinna öruggan 83:67-sigur á Ítalíu í kvöld en leikið er í Tyrklandi. Serbía mætir Rússlandi í undanúrslitum. 

Bogdan Bogdanovic var stigahæstur í serbneska liðinu með 22 stig og Milan Macvan skoraði 13 stig. Hjá Ítölum var Marco Belinelli stigahæstur með 18 stig og Luigi Datome kom næstur með 15 stig. 

mbl.is