Tryggvi lék með Valencia í kvöld

Tryggvi Snær Hlinason á fyrsta degi sem leikmaður Valencia
Tryggvi Snær Hlinason á fyrsta degi sem leikmaður Valencia Valenciabasket.com

Körfuboltamaðurinn Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik með spænska liðinu Valencia sem mætti Castelló í vináttuleik í kvöld. Tryggvi spilaði tæpar tíu mínútur og skoraði tvö stig og tók þrjú fráköst. 

Ægir Þór Steinarsson leikur með Castelló og skoraði hann tólf stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar og hitti úr fimm af átta skotum sínum utan af velli. 

Valencia er núverandi Spánarmeistari en Castelló leikur í B-deildinni. 

mbl.is