Slóvenar urðu Evrópumeistarar

Goran Dragic átti stórleik þegar Slóvenía varð Evrópumeistari í kvöld.
Goran Dragic átti stórleik þegar Slóvenía varð Evrópumeistari í kvöld. AFP

Slóvenía varð Evrópumeistari í körfubolta karla eftir 93:85-sigur liðsins gegn Serbíu í úrslitaleik mótsins í kvöld. 

Það var stórleikur Goran Dragić sem var lykillinn að sigri Slóveníu í þessum leik, en hann skoraði 35 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Bogdan Bogdanović var hins vegar atkvæðamestur í  liði Serba, en hann skoraði 22 stig og gaf þar að auki fimm stoðsendingar. 

Dragić lét það í veðri vaka fyrir mótið að þetta yrði hans síðasta verkefni með slóvenska liðinu og fari það svo var svanasöngurinn svo sannarlega eftirminnilegur. 

Þetta er í fyrsta skipti sem slóvenska liðið verður Evrópumeistari, en liðið hafði þar að auki aldrei leikið til úrslita á stórmóti áður.  

mbl.is