Martin stigahæstur á sigurbraut

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Martin Hermannsson fór fyrir sínu nýja liði Chálons-Rheims í frönsku A-deildinni í körfuknattleik í kvöld.

Martin og félagar tóku þá á móti Antibes í annarri umferð deildarinnar og fóru með sigur af hólmi 86:78. Martin var stigahæstur í liði sínu með 15 stig á rúmlega 23 mínútum, en liðið var að vinna sinn fyrsta sigur eftir tap í fyrstu umferðinni.

Haukur Helgi Pálsson og lið hans Cholet hefur aftur á móti tapað fyrstu tveimur leikjum sínum eftir að hafa legið fyrir Hyéres-Toulon í kvöld, 79:73. Haukur Helgi skoraði 5 stig fyrir Cholet og tók 4 fráköst.

mbl.is