Blikarnir lögðu Íslandsmeistarana

Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig fyrir Hauka í sigrinum gegn ...
Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig fyrir Hauka í sigrinum gegn Snæfelli. mbl.is/Golli

Breiðablik og Haukar unnu góða sigra í 3. umferð Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld.

Breiðablik hrósaði sínum fyrsta sigri í deildinni á tímabilinu en liðið hafði betur gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur á heimavelli sínum í Smáranum, 72:69. Keflavík hefur þar með tapað tveimur af þremur leikjum sínum.

Sig Breiðabliks: Ivory Crawford 34/15 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 12/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/13 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 7/4 fráköst.

Stig Keflavíkur: Brittanny Dinkins 19/8 fráköst/7 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 5, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst.

Haukar fögnuðu sigri gegn Snæfelli í Stykkishólmi, 76:72. Haukar hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína og eru í toppsætinu ásamt Val.

Sig Snæfells: Kristen Denise McCarthy 38/10 fráköst/10 stolnir, María Björnsdóttir 9/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Andrea Björt Ólafsdottir 5, Anna Soffía Lárusdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 1.

Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 25/13 fráköst/7 stoðsendingar, Cherise Michelle Daniel 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 12/6 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 4, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3.

mbl.is