35 stiga sigur Stjörnunnar

Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 17 stig fyrir Stjörnuna í kvöld.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 17 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Golli

Stjarnan átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Njarðvík að velli þegar liðin áttust við í 3. umferð Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í Njarðvík í kvöld.

Stjarnan vann 35 stiga sigur, 90:55. Stjörnukonur eru með 4 stig eftir þrjár umferðir en Njarðvíkurkonur eru án stiga.

Gangur leiksins: 2:1, 4:10, 10:12, 12:20, 14:20, 14:24, 17:32, 23:37, 25:43, 25:56, 25:63, 32:66, 37:70, 45:79, 49:85, 55:90.

Njarðvík: Hrund Skúladóttir 14, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/4 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 7/7 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 6, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 6, Björk Gunnarsdóttir 5, María Jónsdóttir 4/6 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Árnína Lena Rúnarsdóttir 1, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 22/13 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 17/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 15/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/4 fráköst, Valdís Ósk Óladóttir 3, Jenný Harðardóttir 3, Eyrún Embla Jónsdóttir 3, Linda Marín Kristjánsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

mbl.is