Góð byrjun hjá Grindvíkingum

Ólafur Ólafsson skoraði 7 stig fyrir Grindvíkinga í kvöld.
Ólafur Ólafsson skoraði 7 stig fyrir Grindvíkinga í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindavík bar sigurorð af Haukum, 90:80, á heimavelli sínum í 2. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Grindvíkingar hafa þar unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni en Haukarnir unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.

Ingvi Þór Guðmundsson var stigahæstur í liði Grindavíkinga með 18 stig og Rashaw Wack akoraði 16. Hjá Haukunum var Emil Barja atkvæðamestur með 19 stig og Paul Anthony var með 15 stig.

Gangur leiksins: 3:9, 6:15, 14:19, 21:22, 26:29, 31:33, 39:36, 45:43, 55:49, 58:55, 63:59, 66:61, 69:63, 75:69, 84:75, 90:80.

Grindavík: Ingvi Þór Guðmundsson 18, Rashad Whack 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/7 fráköst/3 varin skot, Þorsteinn Finnbogason 10/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Dagur Kár Jónsson 9/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 7, Hinrik Guðbjartsson 5, Kristófer Breki Gylfason 3, Ómar Örn Sævarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

Haukar: Emil Barja 19/8 fráköst, Paul Anthony Jones III 15, Finnur Atli Magnússon 12/9 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 10/11 fráköst, Hjálmar Stefánsson 9, Haukur Óskarsson 6, Hilmar Smári Henningsson 5, Breki Gylfason 4.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

mbl.is