Ísland upp um 37 sæti á styrkleikalista FIBA

Íslenska liðið fer upp um þó nokkur sæti.
Íslenska liðið fer upp um þó nokkur sæti. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Alþjóða körfuboltasambandið, FIBA, gaf í gær út nýjan styrkleikalista. Ísland er meðal þeirra þjóða sem hækka hve mest á listanum eftir að hafa komist á Evrópumótið í Finnlandi í sumar. 

Ísland var í 84. sæti listans en fer upp í 47. sæti. Annars er lítið sem kemur á óvart á listanum. Efstu fjögur liðin eru óbreytt. Evrópumeistarar Slóvena fara úr 12. sæti yfir í 7. sæti. 

Bandaríkin eru í efsta sæti, Spánn í 2. sæti, Serbía í þriðja sæti og Frakkland í 4. sæti. 

mbl.is