Njarðvík rétt marði sigur í Þorlákshöfn

Emil Karel Einarsson og samherjar í Þór glíma við Njarðvíkinga ...
Emil Karel Einarsson og samherjar í Þór glíma við Njarðvíkinga í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Njarðvík vann nauman 78:74 sigur á Þór Þ. í 2. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var hnífjafn allan leikinn en gestirnir kláruðu hann að lokum og unnu sanngjarnan sigur.

Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik en varnarleikur beggja liða var nokku slappur. Bandaríkjamaðurinn Terrel Vinson var öflugur fyrir Njarðvík og skoraði 30 stig en Jesse Pellot-Rosa sem oftar en ekki er drjúgur fyrir Þórsara átti afar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar náðu þó aldrei að slíta sig frá gestgjöfunum og var staðan 39:43 þeim í vil í hálfleik.

Gestirnir, með Vinson fremstan í flokki, héldu Þórsurum í skefjum mest allan þriðja leikhluta en heimamenn enduðu hann sterkt og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Snorri Hrafnkelsson var öflugur í liði Þórs og skoraði 15 stig og Rosa var með 20 en það dugði ekki til og gestirnir með sinn fyrsta sigur í vetur eftir hörku leik.

Njarðvík er nú búið að vinna sinn fyrsta leik eftir tap gegn KR í fyrstu umferðinni. Þórsara hafa farið heldur verr af stað og hafa tapað báðum leikjunum sínum.

Þór Þ. 74:78 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is