Öruggur sigur ÍR-inga

Matthías Orri Sigurðarson var stigahæstur í liði ÍR með 18 ...
Matthías Orri Sigurðarson var stigahæstur í liði ÍR með 18 stig. mbl.is/Golli

ÍR-ingar byrja leiktíðina vel í Dominos-deild karla í körfuknattleik en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. ÍR tók á móti nýliðum Hattar í kvöld og unnu öruggan sigur, 88:64.

ÍR-ingar höfðu undirtökin nær allan tímann. Þeir gáfu tóninn í fyrsta leikhlutanum en staðan eftir hann var, 28:11. Eftir það voru ÍR-ingar með leikinn í sínum höndum og fögnuðu öruggum sigri.

Matthías Orri Sigurðarson var stigahæstur í liði ÍR-inga með 18 stig og Ryan Taylor skoraði 15. Hjá Hetti, sem er án stiga, var Mirko Stefan Virijevic atkvæðamestur með 15 stig.

Gangur leiksins: 10:4, 17:8, 20:8, 28:9, 31:13, 34:20, 41:26, 45:29, 49:35, 52:37, 59:41, 69:44, 74:52, 76:57, 81:61, 88:64.

ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 18/9 fráköst/9 stoðsendingar, Ryan Taylor 15, Danero Thomas 14/10 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 9/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 9/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9, Trausti Eiríksson 8/5 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6/5 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 13 í sókn.

Höttur: Mirko Stefan Virijevic 15/9 fráköst, Sigmar Hákonarson 12, Andrée Fares Michelsson 10, Aaron Moss 9/5 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 5/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Nökkvi Jarl Óskarsson 3, Gísli Þórarinn Hallsson 1.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

mbl.is