Kári heldur aftur á heimaslóðir

Kári Jónsson í leik með Haukum.
Kári Jónsson í leik með Haukum. mbl.is/Styrmir Kári

Kári Jónsson hefur ákveðið að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt, Hauka, og leika með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta í vetur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Haukum. Þá munu Haukar kynna nýjan erlendan leikmann í hádeginu í dag. 

Kári lék síðast með Haukum keppnistímabilið 2015-2016, á því tímabili skoraði hann 17 stig að meðaltali, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Haukar léku til úrslita vorið 2016 þar sem liðið tapaði fyrir KR. 

Kári söðlaði um sumarið 2016 og hélt til Bandaríkjanna þar sem hann spilaði með Drexel-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum. Nú er Kári hins vegar kominn aftur heim í Hauka og ljóst að um mikinn liðsstyrk er að ræða fyrir Hauka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert