Gamlar stjörnur í Njarðvík skelltu Skallagrími

Magnús Þór Gunnarsson var í miklu stuði með b-liði Njarðvíkur ...
Magnús Þór Gunnarsson var í miklu stuði með b-liði Njarðvíkur gegn Skallagrími í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vel mannað b-lið Njarðvíkur komst í kvöld í sextán liða úrslitin í bikarkepppni Körfuknattleikssambands Íslands, Maltbikarnum, með því að sigra 1. deildarlið Skallagríms í hörkuleik í Ljónagryfjunni, 100:95.

Njarðvíkingar skörtuðu köppum á borð við Magnús Þór Gunnarsson, Pál Kristinsson, Pál Axel Vilbergsson og Gunnar Einarsson en Magnús fór á kostum í leiknum og skoraði 26 stig, þar af gerði hann sex þriggja stiga körfur. Magnús lagði skóna á hilluna síðasta vor eftir að hafa leikið eitt tímabil með Skallagrími í úrvalsdeildinni. Páll Kristinsson gaf honum lítið eftir og skoraði 24 stig.

Njarðvíkingarnir fá aftur heimaleik í sextán liða úrslitunum en þar mæta þeir úrvalsdeildarliði Hauka.

Njarðvík b - Skallagrímur 100:95

Njarðvík, Bikarkeppni karla, 19. október 2017.

Gangur leiksins:: 7:7, 9:10, 13:15, 21:24, 24:32, 31:36, 38:41, 44:43, 51:48, 53:52, 60:54, 65:59, 71:63, 82:72, 89:82, 100:95.

Njarðvík b: Magnús Þór Gunnarsson 26/5 stoðsendingar, Pall Kristinsson 24/10 fráköst, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 10, Sævar Garðarsson 9, Páll Axel Vilbergsson 8/10 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2, Styrmir Gauti Fjeldsted 2.

Fráköst: 24 í vörn, 14 í sókn.

Skallagrímur: Zaccery Alen Carter 32, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 24/11 fráköst/8 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 12, Bjarni Guðmann Jónson 9/8 fráköst, Darrel Flake 9/4 fráköst, Kristófer Gíslason 5, Kristján Örn Ómarsson 4/7 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Aron Runarsson, Pétur Guðmundsson.

Áhorfendur: 155

mbl.is